Skilmálar

Skilmálar NicPokar.is er sem hér segir

Zenon ehf. á og rekur NicPokar.is, vefverslun sem sér um smásölu á nikótín pokum, einnig þekkt sem nikótín púðar, til einstaklinga í formi vefverslunar.

Við hjá NicPokar.is ásetjum okkur það markmið að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu á sama tíma og við berjumst fyrir því að álagning á vörum sé í algjöru lámarki til þess að bjóða uppá samkeppnishæf verð við erlendan markað á sama tíma og við bjóðum uppá gæða vörur.
Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem fyrirtækið og vefverslunin gefur sér.
Hafir þú einhverjar spurningar þá svörum við fyrirspurnum um skilmála þessa á netfanginu sala@nicpokar.is

Viðskiptavinir
NicPokar.is er vefverslun sem rekin er af fyrirtækinu Zenon ehf. á vefslóðinni https://nicpokar.is
Aðrar vefslóðir sem vísa á sömu síðu eru nikkpokar.is og nikotinpokar.is
Vefverslunin selur aðeins til einstaklinga sem náð hafa 18 ára aldri eða beint til fyrirtækja í formi heildsölu.
Sé óskað eftir sölureikning vegna viðskipta umfram þann sem afhentur er við vörukaup hér af vefverslun er hægt að hafa samband við okkur um slíkt.
Sé óskað eftir sérkjörum, t.d. vegna heildsölu, er viðskiptavinum bent á að senda tölvupóst þess efnis á sala@nicpokar.is 

Vafrakökur og persónuvernd
NicPokar.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart notendum þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila nema slíkt teljist þörf fyrir vinnslu pantana eða þjónustu.

Utanaðkomandi aðilar og kerfi þar sem að persónu upplýsingar eru notaðar eða geymdar að einhverju leiti eru:
Kortaþjónustan og Netgíró – Greiðslugáttir sem þurfa vissar upplýsingar svo hægt sé að ganga frá greiðslum.
Shopify – Vefverslunarkerfi sem heldur utanum upplýsingar um viðskitpavini sem teljast þarfar til þess að viðskipti geta farið fram.

Allir þessir aðilar og kerfi vinna eftir ströngustu reglum persónuverndarlaga og munu upplýsingar þínar aldrei vera vísvitandi afhentar þriðja aðila af okkur né þeim aðilum eða kerfum sem þær meðhöndla.

Í samskiptum við viðskiptavini, svosem í síma, tölvupósti, netspjalli, facebook skilaboðum eða með hverjum öðrum máta sem við á hverju sinni, eru viðskitpavinir í vissum tilfellum beðnir um að gefa upp nafn, kennitölu, netfang eða símanúmer. Þetta er gert til þess að hafa betri yfirsýn yfir viðskiptavini og auðvelda okkur áframhaldandi samskipti við viðskiptavini sé þörf á því ásamt því að ganga úr skugga um að allar upplýsingar séu réttar svo að viðskipti geti gengið vel fyrir sig.

Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd

Afhendingar á pöntunum – Sendingar með Íslandspósti.
Vörur eru afhendar með Íslandspósti og er hægt að sjá gjaldskrá hér.
Við ábyrgjumst ekki undir neinum kringumstæðum tapaðar sendingar, seinan afhendingartíma eða skemmdir á sendingum eftir að vörur eru afhentar Íslandspósti.
Við aftur á móti ábyrgjumst það að vörur verði afhentar Íslandspósti innan 48. klst. á virkum dögum frá því að vörukaup eiga sér stað, vel innpakkað og að vörur séu heilar þegar þær eru afhentar Íslandspósti.

Allar sendingar sem fara frá okkur með Íslandspósti nema þær séu sóttar til okkar á Akureyri.

Það er á ábyrgð viðskiptavinar að setja inn rétt heimilisfang,
Ef að rangt heimilisfang er gefið upp af hálfu kaupanda og vara afhendist röngum einstakling eða skilar sér ekki þá ber NicPokar.is enga ábyrgð á því.
Ef að vara er endursend vegna þess að rangt heimilisfang var gefið upp, eða ef kaupandi sækir ekki sendinguna á pósthús, þá mun viðskiptavinur þurfa að borga auka sendingargjald til þess að fá vöruna senda af stað aftur, burtséð frá því hvort að viðskiptavinur hafi greitt upprunalega sendingarkostnað eða fengið sendingarkostnað niðurfelldann við vörukaup.

NicPokar.is áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá vegna póstsendinga án fyrirvara hverju sinni sé þörf á slíku.
Vörukaup sem framkvæmd eru áður en verðbreyting á sér stað halda sínu verði.

Afhendingar á pöntunum – Sótt á Akureyri.
Viðskiptavinum okkar stendur til boða að sækja pantanir á Akureyri.
Við ábyrgjumst að hægt verði að sækja vöru til okkar innan 48 klst. á virkum dögum frá því að vörukaup eiga sér stað nema ef vara er uppseld.
Sé vara uppseld munum við hafa samband við kaupanda þess efnis eins fljótt og auðið er, þó eigi síður en 48 klst. eftir að vörukaup eiga sér stað.
Við munum hafa samband við viðskiptavin sem óskar eftir að sækja vöru með upplýsingum um afhendingartíma og staðsetningu.
Ef viðskiptavini liggur mikið á að fá vöruna afhenda skal hafa samband við okkur þess efnis og við gerum allt sem við getum til þess að ganga frá pöntun hið snarasta.

Séu vörukaup framkvæmd á frídögum verður hægt að nálgast vöruna innan 48 klst. frá því að næsti vinnudagur hefst.
Við munum þó gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera pantanir klárar til afhendingar samdægurs.

Samningur hefur verið gerður við Icevape Strandgötu 9 um að afhenda fyrir okkur pantanir. Þú munnt fá skilaboð þegar pöntunin þín er tilbúin. Þú verður að vera búin að fá staðfestingarpóst á því að pöntunin þín sé tilbúin til afhendingar áður en þú getur sótt hana í Icevape.
Við áskyljum okkur þann rétt að afhendinga ekki pöntun nema gegnum framvísun skilríkja.

Verðlagning
Við kappkostum við að hafa verðlagningu okkar í takt við evrópumarkað, það er að segja að vera með samkeppnishæf verð við helstu söluaðaila í evrópu þegar horft er til flutningskostnaðar og innflutningskostnað hingað til lands.
Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta vöruverði án fyrirvara.
Öll verð sem gefin eru upp á vefverslun, samfélagsmiðlum, í tölvupósti, auglýsingum, síma og/eða öðrum stöðum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur eða breytingar.

Greiðslur
Við tökum við greiðslum í gegnum eftirfarandi þjónustuaðila.
Kortaþjónustan – Visa og Debetkorta greiðslur í gegnum örugga greiðslugátt.
KORTA – ATH að við tökum ekki við American Express!
Millifærsla - Greitt beint á reikning Zenon ehf.

Pantanir
Við bjóðum eins og er ekki uppá verslun þar sem hægt er að koma og skoða og kaupa vörur.
Eingöngu er hægt að panta hjá okkur í gegnum vefverslun okkar, eða hjá einhvejrum af endursöluaðilum okkar um land allt.

Hætta við pöntun: 
Viljir þú hætta við pöntun sem gerð var í gegnum vefverslun þá þarf að hringja í okkur eða senda tölvupóst varðandi það.
Við endurgreiðum pöntunina að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, en ef varan hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.
NicPokar.is áskilur sér rétt til þess að taka gjald fyrir pantanir sem hætt er við til þess að koma til móts við mögulegan kostnað. Ef slíkt á við verður viðskiptavini kynnt það mál hverju sinni.
NicPokar.is endurgreiðir ekki sendingarkostnað, og áskilur sér allan rétt til þess að halda eftir kostnaði vegna sendingar ef við á við vöruskil.

Skilafrestur: 
Sé óskað eftir því að skila vöru sem pöntuð hefur verið skal slík beiðni berast innan 5 daga frá því að vörukaup eiga sér stað.
Vöru sem á að skila er eingöngu hægt að skila ef hún er ónotuð, í upprunalegum umbúðum með innsigli órofið.
Viðskiptavinur ber að greiða allan sendingarkostnað á vörum sem sendar eru til okkar vegna vöruskila.
Viðskiptavini stendur til boða að koma með vöru í vöruhús og skila vöru þar.
Við vöruskil er gefin út inneignarnóta eða vöru skipt út fyrir aðra vöru og inneignarnóta gefin út fyrir mismun eða mismunur greiddur af viðskiptavini, hvort sem við á hverju sinni.
Sé vöru skilað fæst sendingarkostnaður ekki greiddur til baka.
Inneign vegna vöruskila reiknast útfrá því verði sem varan var keypt á mínus sendingarkostnaður ef varan var send frítt.

Villur, gallar og önnur ávöxtun vara
Sé vara talin gölluð við fyrstu skoðun skal hafa strax samband við okkur um slíkt. Reynist hún í raun gölluð fæst henni skipt fyrir sömu vöru.
Ef eins vara er ekki til á lager fæst sambærileg vara afhend í staðinn.
Það er á ábyrgð kaupanda að athuga hvort að vara sé í lagi við afhendingu.
Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila, t.d. flutningsaðila, röng vara afhend eða misræmi er á magni þess sem pantað var og þess sem kom þarf að hafa samband við okkur innan 24klst frá afhendingu og slíkt tilkynnt.
Sé ekki gerð athugasemd innan 24 klst frá afhendingu telst pöntunin að fullu afgreidd.

 

Lokaorð
Við fögnu ábendingum varðandi skilmála þessa og viljum ávalt veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna.
Ef það er eitthvað sem þér finnst vera óskýrt í skilmálum þessum þá skalt þú endilega hafa samband við okkur.

Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara en ef svo verður mun dagsetning samþykktar skilmála vera rituð hér að neðan

Skilmálar samþykktir 09.10.2019